Gengur þú um með matarhugmynd í maganum? - við skulum taka slaginn með þér

20.5.2016

Vertu velkomin(n) á vinnufund hjá Matís þar sem farið verður í gegnum praktíska þætti matarvöruþróunar og hvernig vel skipulögð matarhönnun getur gert vöru einstaka og eftirsóknarverða.

Allar hugmyndir þar sem matur er megin viðfangsefnið eru velkomnar. Þetta getur snúist um framleiðslu, framreiðslu eða matarupplifun. Að þessu sinni höfum við sérstaklega mikinn áhuga á sjávartengdu hráefni en að sjálfsögðu eru allir með góðar matarhugmyndir velkomnir.

Stjórnendur vinnufundarins eru: Guðjón Þorkelsson matvælafræðingur, Óli Þór Hilmarsson
kjötiðnaðarmeistari og matarhönnuðirnir Brynhildur Pálsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir.
Í lok vinnufundarins stendur þátttakendum til boða að sækja um stuðning til að vinna áfram með hugmynd sína og munu 4-6 hugmyndir verða valdar áfram.

Stuðningurinn er að andvirði 1 m.kr. á hvert verkefni og felst sá stuðningur í aðstoð frá sérfræðingum Matís og matarhönnuðunum Brynhildi og Kristínu Maríu.

Stefnt skal að því að verkefnin verði komin af teikniborðinu og í framleiðslu- eða lokaundirbúning fyrir
1. nóvember 2016.

Tilkynning um þátttöku sendist á netfangið matarhugmynd@matis.is

Nauðsynlegt er að heiti hugmyndar og örstutt lýsing verkefnis komi fram ásamt fullu nafni þátttakanda/-enda.

Vinnufundurinn verður 26. maí kl. 10 til 14 í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík.

Léttur hádegisverður í boði Matís.

Matis_vid_erum_til_i_slaginn_mai2016_verknr4141_AB_FINAL

 


Fréttir