Heilindi mikilvæg í verslun með matvæli

11.8.2017

Heilindi í viðskiptum er forsenda trausts. Heilindi í viðskiptum með matvæli eru lykillinn sem lýkur upp pyngjum neytenda til langframa. Áföll hafa dunið yfir matvælaframleiðendur og neytendur og traust laskast vegna hneyksla sem skekja matvælaiðnaðinn. Matís er þátttakandi í verkefninu MatarHeilindi.

Meðal þekktra dæma um hneyksli sem skekið hafa matvælaiðnað má t.d. nefna 1985 hvar etýlenglýkól (gjarnan notað sem leysiefni og í frostlegi) fannst í mælanlegu magni í austurrískum vínum. Árið 2008 fannst melamín í þurrmjólk í Kína. Mörgum er enn minnistætt að 2013 var nokkuð um að hrossakjöt væri selt sem nautakjöt. Þá má nefna OPSON aðgerðir Europol á árinu í ár og fyrra sem snéru að svindli í viðskiptum með matvæli og nú síðast greining fipronils í eggjum. Minna má að lagafyrirmæli um ábyrgð matvælafyrirtækja á öryggi þeirra matvæla sem þau framleiða, meðhöndla og dreifa.

Matís hefur tekið þátt í verkefninu MatarHeilindi (e. FoodIntegrity) frá árs byrjun 2014. Verkefnið miðar að því að þróa aðferðir til að greina og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði. Verkefninu er stýrt af Fera, bresku matvæla- og umhverfis rannsóknastofnuninni. Verkefnið er styrkt af sjöundu rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og þróun.

MatarHeilindi fást við að matvæli séu heil/óskert eða í fullkomnu ástandi þ.e.a.s. að kaupendur fái örugglega afhenta þá vöru sem þeir telja sig vera að kaupa. Veita þarf neytendum eða öðrum hagsmunaaðilum í virðiskeðju evrópskra matvæla fullvissu um öryggi, áreiðanleika og gæði. Heilindi innan matvælaiðnaðarins er lykilatriði til verðmætaaukningar í lífhagkerfi álfunnar. Heiðarleika evrópskra matvæla er stöðugt ógnað af sviksamlegum merkingum eða eftirlíkingum sem seldar eru til að njóta ávinnings þess virðisauka. Verkefninu er ætlað að vera þungamiðja í alþjóðlegri samhæfingu við nýtingu rannsókna og þróunar í að tryggja heiðarleika evrópskra matvæla með þátttöku kjarnahóps verkefnisins.

Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Jónas R. Viðarsson, fagstjóri hjá Matís.


Fréttir