Hvað er áhættumat?

11.10.2018

Starfsmenn Matís hafa orðið varir við aukinn áhuga á gerð áhættumats í samhengi við örsláturhús og þess vegna viljum við því útskýra hvað áhættumat er.

Áhættumat er óháð vísindaleg greining á áhættuþáttum tengdum matvælum.  Áhættumat er lagt til grundvallar efnahagslegum, pólitískum og heilsutengdum ákvörðunum, m.a. ákvörðun marka ásættanlegrar áhættu fyrir neytendur. 

Áhættumat er grundvallaratriði matvælalöggjafar Evrópu og er m.a. notað til hægt sé að setja viðeigandi varúðarreglur, fræða neytendur og matvælaframleiðendur, tryggja að nauðsynlegar rannsóknir séu stundaðar og styðja við opinbert eftirlit, með það að markmiði að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla.

Matís og Matvælastofnun eiga í góðu samstarfi við BfR í Þýskalandi, sem er ein virtasta stofnun heims á sviði áhættumats.


Fréttir


Tengiliður