• iceprotein

Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins

1.4.2016

Nú rétt í þessu voru Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins afhent á ársráðstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, sem stýrir fyrirtækinu IceProtein á Sauðárkróki, hlaut Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins sem veitt voru á ársráðstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2016. IceProtein og Protis settu nýlega á markað nýja vörulínu byggða á áralöngum rannsóknum á heilsubætandi áhrifum fiskpróteina. Þetta þykir okkur afskaplega áhugavert framtak kröftugs frumkvöðuls á sviði rannsókna og þróunar á landsbyggðinni. 

Það voru þau Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem afhentu verðlaunin.

IceProtein á Sauðárkróki er öflugt fyrirtæki sem vinnur að rannsóknum og þróun á vinnslu verðmætra efna, aðallega úr sjávarfangi, með það markmið að auka nýtingu og verðmætasköpun í sjávarútvegi. Hjá Iceprotein starfa fjórir starfsmenn auk nema í rannsóknarnámi.

Matís óskar Hólmfríði og starfsfólki IceProtein sem og FISK Seafood, innilega til hamingju með verðlaunin.

Frétt fyrst birt á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.


Fréttir