Fréttir

Hvert stefnir sjávarútvegur á heimsvísu? – þróun og væntingar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá Matís, hélt fróðlegt erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja sem bar yfirskriftina Hvert stefnir sjávarútvegur á heimsvísu? – þróun og væntingar.

Jónas fjallaði um sjávarútveginn á heimsvísu, hvaða straumar og stefnur eru í gangi. Jónas kom við í mörgum löndum í erindi sínu m.a. Noregi, Færeyjum, Íslandi, Rússar og Evrópusambandið. Sjávarútvegur og fiskeldi blandaðist inn í alla umræðu.

Farið var yfir mikilvægi fæðuöryggis, umhverfismál, brottkast, matarheilindi, sjálfbærni og fjölmargt annað áhugavert.

Fjölmargar spurningar komu úr sal og góðar umræður sköpuðust í kringum þær.

Starfsmenn Matís hafa verið í Eyjum s.l. daga til að eiga samtal við sjávarútveginn í Eyjum og aðra haghafa varðandi nýráðningu á starfsmanni á starfsstöð í Eyjum.

Nánari upplýsingar og glærur frá fyrirlestrinum má nálgast á vefsíðu Þekkingarseturs Vestmannaeyja.

Upptöku af fyrirlestrinum má finna hér.

Ljósmynd: Eyjafréttir