Hvítfiskur í Norður-Atlantshafi – leiðir til aðgreiningar frá ódýrari fiski

9.2.2016

WhiteFishMall verkefninu er nú nýlokið en í því verkefni var markmiðið að tryggja enn frekari aðgreiningu á bolfiski úr Norður-Atlantshafinu frá ódýrari hvítfisktegundum, sem nú streyma inn á okkar helstu markaðssvæði, sér í lagi inn á Bretlandsmarkað.

Vinna við verkefnið hófst í byrjun árs 2012 og hafa farið fram markaðsrannsóknir í Bretlandi á meðal fiskneytenda, auk þess sem viðtöl og fundir hafa verið haldnir með aðilum sem starfa í þessum geira við vinnslu, sölu og markaðsstarf. Viðhorf rýnihópa sem samanstanda af dæmigerðum fiskneytendum í Bretlandi hafa hefur verið könnuð gagnvart bolfiskafurðum frá N-Atlantshafi og hvernig bæta megi upplifun þeirra við innkaup, matreiðslu og neyslu.

Nánari upplýsingar um WhiteFishMall verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins en loka skýrsluna má finna á vefsvæði Nordic Innovation.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Jónas R. Viðarsson.


Fréttir