Kanna hagkvæmni vinnslu á lýsi um borð

23.8.2018

Í Matís er unnið að verkefninu „Sjóvinnsla á þorskalýsi". Markmið verkefnisins er að kanna hagvæmni þess að vinna lifur í hágæða þorskalýsi beint eftir vinnslu um borð.

Forskot þessarar vinnslu samanborið við landvinnslu er sá að hráefnið gæti ekki verið ferskara en beint eftir veiðar, á móti landvinnslunni sem þarf oftar en ekki að vinna með 3-4 daga gamalt hráefni. Þetta gæti einnig gert frysti- og ískfisktogurum kleift að fá hærra verð fyrir lifrina. 

Verkefnið stendur yfir í júní - september 2018 og er styrkt af AVS.


Fréttir


Tengiliður