Lætur þú fólk prófa vöruna áður en hún fer á markað?

14.8.2017

Matís skipuleggur sautjándu ráðstefnu Nordic Sensory Workshop (NSW) dagana 3. til 4. maí 2018. Viðfangsefni ráðstefnunnar er samspil mismunandi skynjunar og notkun skynmats í matvælaiðnaði. 

Fjallað verður um niðurstöður vísindarannsókna á þessu sviði og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þær. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar í skynmats- og neytendarannsóknum, auk fulltrúa frá iðnaði, til að ræða nýjustu rannsóknir á þessu sviði á Norðurlöndunum. Þátttakendum gefst spennandi tækifæri til að skoða skynjun og samspil ólíkra skynfæra út frá nýjum sjónarhornum og hvernig hægt er að nýta þær upplýsingar á hagnýtan hátt t.d. í þjónustu eða vöruþróun. Ráðstefnan er opin öllum.

Frekari upplýsingar og skráning eru á heimasíðu ráðstefnunnar


Fréttir


Tengiliður