Fréttir

Lífeyrisskuldbindingar Matís ohf.

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þann 22. janúar 2009 var undirritaður samningur á milli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) annars vegar og fjármálaráðuneytisins og Matís ohf. kt. 670906-0190 hins vegar um árlegt uppgjör á skuldbindingum vegna starfsmanna Matís ohf. skv. 33. gr. laga nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Samningur þessi tók gildi frá og með 1. janúar 2007 þegar Matís ohf. var stofnað.

Skuldbindingar vegna starfsmanna Matís ohf. sem eiga aðild að B-deild LSR eru gerðar upp árlega og var greiðsla Matís vegna þeirra 11,9 milljónir á árinu 2014.  Rétt er að geta þess að þessi skuldbinding varð ekki ljós fyrr en um tveimur árum eftir að félagið hóf starfsemi og hefur hún ekki verið bætt sérstaklega.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, í síma 858-5125.