• Shutterstock_450180892

Lífhagkerfi Snæfellsness

13.12.2017

Með stuðningi Snæfellsnessbæjar, Grundafjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar hefur Matís unnið að því að stuðla að bættri nýtingu hráefna úr lífríki Breiðafjarðar með aukna sjálfbæra verðmætasköpun einkum m.t.t. næringarefnaþarfar til fóðrunar fiska. Unnið hefur verið að vistvænni verðmætamyndandi nýsköpun innan lífhagkerfisins með framangreindum stuðningi sem hefur verið mikilvægur fyrir þá þróunarvinnu sem Matís tekur þátt í. 

Frá árinu 2014 hefur Matís unnið með Snæfellsnesbæ, Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ að greiningu lífhagkerfis Snæfellsness, með sérstakri áherslu annarsvegar á vistvæna nýsköpun og fóðrun fiska annarsvegar og áhrif og þátt auðlinda á nýsköpun og uppgötvanir. Með samstarfinu hefur vinna Matís miðað að því að styrkja þekkingargrundvöll vistvænnar þróunar og stuðla að bættri nýtingu hráefna með aukna sjálfbærni og verðmætasköpun að leiðarljósi.

Lýsing nútímans sem tíma örra breytinga á ekki einvörðungu við hagnýtingu upplýsingatækni eða s.k. tækniumbyltingum. Mikil þróun hefur átt sér stað að undanförnu í þróun næringar fiska sem aldir eru á og við strendur landsins, sú þróun er í takt við það sem tíðkast í fiskeldi víða um heim. Viðleitni framleiðenda til að svara kröfum á neytenda markaði hafa bein áhrif á verklag og vöruþróun fyrirtækja. Fiskafóður hefur tekið miklum breytingum samhliða því að framleiðendur sækjast eftir því að selja sínar vörur með sem mestri verðmæta sköpun. Samsetning fóðurs hefur tekið breytingum eins er litið til þeirra vegalengda sem aðföng til fóðurgerðar eru flutt, rétt eins og flutningsmáta afurða á markaði. Í samstarfinu var þróun fóðrunar fiska því fyrirferðamikil.  

Samskipti fulltrúa Matís, sérfræðinga sem og nemenda, við hagaðila á Snæfellsnesi skiptu sköpum fyrir þá vinnu sem unnin hefur verið innan Matís frá árinu 2014. Vinnan sem fram fór innan framangreinds samnings féll inn á allar þrjár faglegar áherslur rannsókna og nýsköpunarsviðs Matís, sem í gildi hafa verið frá fyrri hluta árs 2016, þ.e. könnun erfðaauðlinda, vöruþróun og örugg virðiskeðja matvæla. Samstarfið við sveitarfélögin þrjú hefur, má því segja, haft áhrif á starfsemi Matís í heild sinni.

Vísinda og þekkingarsamfélagið Matís nýtti samstarfsgrundvöllinn með sveitarfélögunum þremur m.a. til þess að samþætta þekkingarleit ungra vísindamanna, vilja sveitarfélaganna og hlutverk Matís sem aðstoðar viðskipta vini sína til aukinnar verðmætasköpunar, matvælaöryggis og lýðheilsu. Koma þar við sögu yfirstandandi doktorsnám Birgis Arnar Smárasonar við Háskóla Íslands og meistaraverkefni tveggja nemenda, annars vegar á sviði haf umhverfis og auðlinda við Háskólann í Baskalandi og hinsvegar við í nýsköpunar og frumkvöðlafræðum við Háskólann í Osló.

Áhugi er fyrir því á Snæfellsnesi að skoða grundvöll þess að halda áfram þessu samstarfi.

Skýrsla um verkefnið er aðgengileg á vefsíðu Matís: http://www.matis.is/media/matis/utgafa/11-17-Greining-lifhagkerfis-Snaefellsness.pdf


Fréttir


Tengiliður