Marlýsi - Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015

20.11.2015

Snorri Hreggviðsson, Margildi ehf., hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015.

Hugmyndin er að framleiða Marlýsi, lýsi úr makríl, síld og loðnu til manneldis. Margildi ehf. hefur þróað nýja og einstaka vinnsluaðferð, svokallaða hraðkaldhreinsun, sem gerir kleift að kaldhreinsa lýsi úr uppsjávartegundunum. Fram til þessa hefur ekki verið unnt að kaldhreinsa á skilvirkan hátt og fullhreinsa fyrrnefnt lýsi til manneldis vegna mikils magns mettaðra og langra einómettaðra fitusýra s.k. steríns í lýsinu.

Margildi hefur unnið að verkefninu með verkfræðistofunni EFLU, Matís, KPMG, Alta ráðgjöf, Kanon-arkítektum, Háskólanum á Akureyri,  Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Sambandi Sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, AVS og Sjávarklasanum. Tilraunahráefni hefur fengist hjá HB Granda, Síldarvinnslunni og Eskju, einnig Vinnslustöðinni og Ísfélaginu í Vestmannaeyjum. 

Sérfræðingar Matís hafa komið að verkefninu og aðstaða Matís nýtt verkefninu til framdráttar.

Heimasíða Margildis.


Fréttir