• Screenshot-2019-03-01-at-15.40.51

Matís á North Atlantic Seafood Forum í Bergen

1.3.2019

North Atlantic Seafood Forum, sem haldin í Bergen í Noregi, er ein stærsta sjávarútvegsráðstefna heims.

Þeir sem sækja ráðstefnuna eru áhrifafólk í alþjóðlegum sjávarútvegi sem og kaupendur, framleiðendur, sérfræðingar o.fl. Reikna má með að fjöldi gesta sé um 900 manns frá 30 löndum og u.þ.b. 300 fyrirtækjum. Á ráðstefnunni eru rædd málefni sem snerta einkum hagsmuni landa við Norður Atlantshaf. Þar er m.a. fjallað um nýsköpun, sjálfbærni, framboð og markaðsmál; 16 málstofur og 150 fyrirlestrar.

Íslenskum aðilum, fyrirtækjum í framleiðslu, sölu og þjónustu við sjávarútveg, aðilum í stuðningsumhverfi greinarinnar gefst tækifæri á að taka þátt, kynna vörur sínar og þjónustu á alþjóðavettvangi, en Matís er einmitt á meðal þátttakenda þarna.

Matís á North Atlantic Seafood ForumFréttir