Fréttir

Matís og Heimsmarkmiðin

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í upphafi sérhvers árs frá því árið 2011 hefur Matís glatt viðskiptavini sína, samstarfsaðila sem og aðra hagaðila með því að senda út, kl 09:30, 2. janúar, ársskýrslu um starfsemi félagsins á hinu ný liðna ári á rafrænu formi.

Í ár sendi Matís út nokkrar frásagnir af starfsemi félagsins á árinu 2017 og þar á meðal samantekt um það hvernig Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þ.e. Heimsmarkmiðin, tengjast starfsemi Matís. 

Heimsmarkmiðin 17 (e. Sustainable Development Goals; SDG 17) eru metnaðarfull, en metnaður er einmitt eitt fjögurra gilda Matís. Sérhverju Heimsmarkmiði fylgir jafnframt nokkur undirmarkmið sem skýra betur út að hvaða áfanga er stefnt fram til ársins 2030. Í heild eru áfangarnir 169. Heimsmarkmiðin greina ekki á milli þróunarlanda og þróaðri landa ólíkt þúsaldarmarkmiðunum frá 2000 til 2015, enda eru örlög allrar heimsbyggðarinnar undir. 

Matís er ekki bara Ma… eitthvað. Matvælarannsóknir eru lykilatriði fyrir þróun og verðmætasköpun matvælaiðnaðar; starfsemi Matís er því margslungin og víðtæk. Skemmst er frá því að segja að heimsmarkmiðin eru allt umlykjandi stefnu Matís og starfsemi þess.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Matís