Matís og Pure Natura vinna saman með hliðarafurðir sauðfjárafurða

18.4.2018

Mjög spennandi verkefni hefur fengið 20 milljón króna fjárstyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís en í verkefninu verður haldið áfram með þróun fæðuunninna bætiefna úr hliðarafurðum sauðfjárafurða. 

Styrkurinn er til tveggja ára og er ætlunin að finna a.m.k. fjögur ný hráefni úr íslenskum lömbum sem nýta má í fæðubótarframleiðslu og þróa úr þeim hágæða vörur. 

Vertu viss um að fylgjast með á heimasíðu Matís og Pure Natura hvernig þessu verkefni framvindur. Hægt er að skrá sig á póstlista Matís hér neðar, vinstra megin á síðunni. 


Fréttir


Tengiliður