• University_of_Stuttgart

Matís tekur við safni ensíma og próteinframleiðslukerfa frá Háskólanum í Stuttgart

2.9.2019

Matís og Erfðatæknideild Háskólans í Stuttgart, Þýskalandi, hafa starfað saman um árabil í ýmsum Evrópuverkefnum, nú síðast í verkefninu „Virus-X“ þar sem erfðabreytileiki bakteríuveira í umhverfinu var rannsakaður og ný ensím fyrir erfðatækni þróuð.

Nýlega heimsótti Dr. Hildegard Watzlawick frá Háskólanum í Stuttgart Matís og færði Matís safn ensíma og erfðatækni verkfæra sem erfðatæknideildin hefur þróað og smíðað undanfarin ár. Í safninu felast mikil verðmæti og mikilvæg þekkingaryfirfærsla á sér stað sem nýtast mun Matís við rannsóknir og þróun í líftækni í náinni framtíð.


Fréttir


Tengiliður