Fréttir

Möguleikar hitakærra örvera í íslenskum hverum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á dögunum birtist ítarleg umfjöllun á vefmiðlinum Euronews um verkefnið Virus-X sem Matís leiðir. Myndskeið fylgir umfjölluninni og þar er meðal annars spjallað við Arnþór Ævarsson verkefnastjóra verkefnsins.

Grundvallarmarkmið VIRUS-X er að einangra erfðaefni hitakærra veira beint úr náttúrulegum sýnum. Það er gert til að raðgreina erfðamengi þeirra, bera kennsl á áhugaverð gen og framleiða viðkomandi gena­afurðir, fyrst og fremst ensím, til frekari skoðunar og hagnýtingar.

Umfjöllunina má finna hér.