Fréttir

Norðurland sótt heim

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Síðastliðinn fimmtudag, þann 19. september, heimsóttu nokkrir starfsmenn og stjórnendur Matís fyrirtæki og háskólann á Akureyri.

Það voru þau Oddur M. Gunnarsson starfandi forstjóri, Anna Kristín Daníelsdóttir sviðsstjóri, Jón ÁrnasonWolfgang Koppe og Sæmundur Elíasson. Með þeim í för var einnig Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og stjórnarmaður í Matís.

 Hópurinn skoðaði húsnæði á Hjalteyri þar sem rekið var umfangsmikið lúðueldi til ársins 2012. Þar ræddu þau við Arnar Frey Jónsson, starfsmann Samherja, sem starfaði við lúðueldið á sínum tíma og einnig Snorra Finnlaugsson, sveitarstjóra í Hörgársveit. 

Næst lá leiðin í fóðurverksmiðjuna Laxá í Krossanesi þar sem þau spjölluðu við Gunnar Örn Kristjánsson framkvæmdastjóra Laxá og ræddu stöðu eldis og fóðurframleiðslu á Íslandi. 

Í hádeginu var fundað í Háskólanum á Akureyri með Eyjólfi Guðmundssyni rektor og Rannveigu Björnsdóttur. Loks lá leiðin í Slippinn á Akureyri þar sem þau hittu fyrir Ásþór Sigurgeirsson og framkvæmdastjórann Eirík S. Jóhannsson. Ásþór leiddi hópinn um svæðið og í þau skip sem standa nú í Slipp, meðal þeirra er nýi Herjólfur og Vestmannaey.