Fréttir

Norræn ráðstefna um skynjun og upplifun í vísindalegu samhengi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Dagana 3. og 4. maí verður haldin norræn skynmatsráðstefna ætluð þátttakendum sem hafa áhuga á vöruþróun og upplifun neytenda innan matvælaiðnaðarins. Ráðstefnan, sem haldin verður á Matís, mun fara fram á ensku og er yfirskrift hennar “Making Sense”. Ráðstefnan hentar þeim sem koma að vöruþróun matvæla en auk þess geta þeir sem stunda vöruþróun af öðrum toga nýtt sér efnistök ráðstefnunnar.

Þar verður fjallað um skynjun og upplifun í vísindalegu samhengi, í tengslum við vöruþróun, matvælaframleiðslu, frá rannsóknum á markað. 

Síðasti séns til skráningar er í dag, 27. apríl.