Fréttir

Norrænt samstarf um fiskimjöl og lýsi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í ljósi sívaxandi próteinþarfar á heimsvísu hefur orðið til mikil þörf á aukinni þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsi fyrir dýrafóður til að hægt að sé auka verðmæti þessara afurða. Um miðjan nóvember síðastliðinn var því haldin vinnustofa í tengslum við norræna framleiðslu á fiskmjöli og lýsi í Kaupmannahöfn.

Þátttakendur vinnustofunnar voru 75 talsins og komu víðs vegar að úr Evrópu. Hópurinn samanstóð af vísindafólki, framleiðendum, söluaðilum og viðskiptavinum sem tóku þátt í fimm vinnulotum þar sem ákveðnir þættir framleiðslunnar voru skoðaðir sérstaklega.

Norðurlöndin tóku nýverið höndum saman og settu á laggirnar svokallað norrænt gæðaráð fyrir fiskimjöl og olíu, e. Nordic Centre of Excellence in Fishmeal and –oil sem hefur það að marki að styrkja norrænt samstarf og auka þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsis. Ætlunin er að koma norrænni framleiðslu á fiskimjöli og lýsi í fremstu röð og tryggja þannig framboð af öruggu og gæða fiskimjöli og lýsi til fóður- og fæðugerðar.

Nordic Centre of Excellence Network sá um skipulagningu og EUfishmeal sá um að hýsa viðburðinn og tók Matís virkan þátt í viðburðinum.