• Fiskeldi í sjókvíum

Rf þátttakandi í sameiginlegu rannsóknar- og þróunarátaki á Ísafirði

4.2.2005

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra undirrituðu á Ísafirði í gær samkomulag um að efla rannsóknar- og þróunarstarfsemi í sjávarútvegi. Rf er ætlað stórt hlutverk í þessu átaki.

Skýrsla verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Vestfjarða, þar sem eru kynntar tillögur sem eiga að efla hagvöxt svæðisins, fjölga atvinnutækifærum og treysta Ísafjörð sem byggðakjarna var kynnt á Ísafirði í gær og var samkomulag ráðuneytanna tveggja undirritað í tengslum við kynningu hennar.   

Samkomulag ráðuneytanna gengur út á að þau munu vinna sameiginlega að tveimur verkefnum á Ísafirði á árinu 2005. Annað verkefnið er á sviði veiðarfærarannsókna en hitt varðar þorskeldi í sjókvíum. Verkefnin verða unnin undir forystu útbúa Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Ísafirði.

Iðnaðarráðuneytið leggur 10 milljónir króna til verkefnanna af fjárveitingu til framkvæmdar byggðaáætlunar 2002-2005. Sjávarútvegráðuneytið mun leggja fram sömu fjárhæð. Alls verður því í upphafi 20 milljónum króna varið til þessara verkefna.
Fréttir