Nýbreytni á Rf: Fræðsluerindi opin almenningi
Um nokkurt skeið hafa verið haldin s.k. Miðvikudagserindi tvisvar sinnum í mánuði á Rf, á miðvikudagsmorgnum milli kl. 9:30 - 10:00. Þar hefur verið boðið upp á stutt fræðsluerindi, kaffi og meðlæti. Oftast hefur starfsfólk Rf flutt þessi erindi og þá einkum kynnt rannsóknir sínar og niðurstöður úr þeim fyrir samstarfsólki sínu hér á Rf. Einnig hefur stundum verið leitað til sérfræðinga utan stofnunarinnar til að koma og halda erindi um áhugaverð efni fyrir starfsfólk Rf.
Hingað til hafa þetta verið óformlegar samkomur, sem ekki hafa verið auglýstar sérstaklega utan stofnunarinnar, í og með vegna þess að fundarsalur Sjávarútvegshússins rúmar ekki nema takmarkaðan fjölda gesta. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að auglýsa þessi erindi á heimasíðu Rf og bjóða áhugasama velkomna að hlýða á erindin með okkur og þiggja kaffisopa.