Nýir starfsmenn á Rf
Talsverðar umbreytingar hafa verið á Rf á undanförnum vikum og hafa nokkrir nýir starfsmenn hafið störf og þá hafa nokkrir starfsmanna Rf einnig hafið doktorsnám jafnframt störfum sínum á stofnuninni. Er það m.a í samræmi við yfirlýsta stefnu Rf um að fjölga í röðum sínum starfsfólki með framhaldsmenntun.
Hér verða nýir starfsmenn kynntir, en fljótlega verður sagt frá þeim starfmönnum Rf sem stunda nú eru í doktorsnámi:
Dr. Sigurður G. Bogason. Sigurður er með B.Sc. í matvælafræði frá Háskóla Íslands og Ph.D. í sömu grein frá Oregon State University í Bandaríkjunum. Að loknu framhaldsnámi starfaði hann hjá SÍF í sex ár sem þróunarstjóri, síðan í eitt ár sem framkvæmdastjóri Lifrarsamlags Vestmannaeyja hf. Sigurður starfaði síðan sem þróunar- og gæðastjóri Sölumiðstövar hraðfrystihúsanna (SH) í tvö ár.
Sigurður var forstjóri National Fishing Corporation of Nambiba Ltd. (Fishcor) í Namibíu og dótturfyrirtækja þess, Seaflower Whitefish Ltd. og Seaflower Lobster Ltd. um tveggja ára skeið og sá um koma þessum sjávarútvegsfyrirtækjum í rekstur og hefja veiðar og vinnslu á lýsingi (Hake).
Árið 1995 réðst Sigurður til SÍF hf sem þróunarstjóri og síðar sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs SÍF samstæðunnar. Á árunum 2000 til 2004 starfaði Sigurður sem sérfræðingur á þróunar- og nýsköpunarsviði hjá Stjórnsýsludeild EB um fiskimál í tengslum við fimmtu og sjöttu rammaáætlanir Evrópusambandsins.
Þóra Valsdóttir lauk B.Sc. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og hélt að því loknu til Hollands þar sem hún lauk M.Sc. prófi í matvælafræði (European Masters in Food Studies) frá Wageningen Universiteit árið 2002. Þóra hefur unnið við gæðaeftirlit og vöruþróun, bæði hér á landi og í Hollandi. Þóra starfar í vinnslu- og þróunarhóp á Rannsóknarsviði Rf og sérsvið hennar eru vöruþróun, gæðastjórnun, hjálparefni.
Hjalti Andrason er nýr starfsmaður fiskeldishóps Rannsóknarsviðs Rf. Hann lauk B.Sc. prófi í erfðafræði frá University of Wisconsin - Madison í Bandaríkjunum árið 1997. Hjalti starfaði hjá íslenskri erfðagreiningu á árunum 1997 til 2004. Hjalti er í doktorsnámi þorskeldi.
Gunnþórunn Einarsdóttir tókj nýlega til starfa á Rf. Hún er matvælafræðingur að mennt og mun starfa í neytenda- og öryggishóp á Rannsóknarsviði, þar sem hún mun einkum vinna að gæðaeftirliti, skynmati og vöruþróun Gunnþórunn er fædd í Svíþjóð og bjó þar fyrstu 10 árin, en eftir að hún útskrifaðist með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2000 hefur hún m.a. unnið hjá Ölgerð Eglis Skallagrímssonar.