Fiskurinn og framtíðin: Ráðstefna í tilefni aldarafmælis togaraútgerðar á Íslandi.

3.3.2005

Á morgun, föstudaginn 4. mars, stendur Sjávarútvegsráðuneytið fyrir ráðstefnu á Nordica hótel sem ber yfirskriftina Fiskurinn og framtíðin. Ráðstefnan er haldin í tilefni þess að 100 ár eru síðan togaraútgerð hófst hér á landi.

Sem fyrr segir verður ráðstefnan haldin á Nordica hótel og hefst kl 13:00 og er þátttaka ókeypis og öllum heimil á meðan húsrúm leyfir. Fólk verður þó að skrá sig til að öðlast þátttökurétt.

Nánari upplýsingar:

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/pdf-skjal/Fiskframtid_augl_radstefna_mars_05.pdf
Fréttir