Góður liðsauki á Umhverfis- og gæðasviði Rf
Taru Uusinoka heitir nýr rannsóknarmaður á Umhverfis- og gæðasviði Rf. Taru er Finni og kom hingað til lands fyrir tveimur árum til að vinna á Orkustofnun að lokaverkefni sínu í umhverfisstjórnun .
Taru útskrifaðist með B.Sc. prófi í umhvefisstjórnun (Bachelor of Environmental Management and Engineering) frá Tækniskólanum í heimabæ sínum í Vammala í S-Finnlandi á síðasta ári, þar sem hluti námsins fólst m.a. í náms- og vettvangsferðum. Fyrir utan sex mánaða starf á Orkustofnun fór Taru tvisvar til Murmansk í Rússlandi og einu sinni til Kanada.
Þá sótti hún námskeið í Brussel um löggjöf og stjórnun innan ESB árið 2002 og einnig vann hún við verkefni um mælingar á loftgæðum við háskólann í Sheffield í Englandi árið 2000.
Fyrir utan finnsku talar Taru nokkur önnur tungumál, s.s. ensku, ítölsku, sænsku og þýsku.