Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins boðar til almenns kynningarfundar á Ísafirði um rannsóknir og leiðir til að auka virði sjávarfangs

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, föstudaginn 1. apríl kl. 10:00

31.3.2005

Fyrirlesarar á fundinum verða sérfræðingar frá Rf í Reykjavík auk verkefnisstjóra Rf á Ísafirði og flytja þeir stutt framsöguerindi. Fyrirspurnir og umræður verða í fundarlok.

Dagskrá fundarins verður eins og hér segir:

10:00 Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf:
Próteinrannsóknir

Kl. 10:15 Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri Rf:
Fiskeldisrannsóknir á Rf - stefna og markmið

Kl. 10:25 Sigurjón Arason, verkefnisstjóri hjá Rf:
Vinnsluspá - verkunarspá

Kl. 10:35 Birna Guðbjörnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rf:
Hreinlæti við vinnslu sjávarafurða – rannsóknir á Rf.

Kl. 10:45 Þorleifur Ágústsson, verkefnisstjóri hjá Rf:
Þorskeldisrannsóknir í sjókvíum - lífeðlisfræði vaxtar og kynþroska

Kl. 10:55 Fyrirspurnir og umræður
Fréttir