Aukið virði sjávarfangs

1.4.2005

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins boðar til almenns fundar í Ásgarði, Vestmannaeyjum, þriðjudaginn 5. apríl nk. kl. 15.00-16.30, um leiðir til að auka virði sjávarfangs.

Dagskrá fundarins:

Kl. 15.00 Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra flytur ávarp

Kl. 15.15 Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf.,
Sjávarfang sem matvæli framtíðarinnar

Kl. 15.30 Sigurjón Arason, verkefnisstjóri hjá Rf.,
Nýjar og bættar leiðir við meðhöndlun uppsjávarafla

Kl. 15.45 Sigurður E. Vilhelmsson, sérfræðingur hjá Rf. í Vestmannaeyjum,
Fullvinnsla og markaðssetning á próteinum úr sjávarfangi

Kl. 16.00 Fyrirspurnir og umræður.
Fréttir