• Á Örverustofu Rf

Sameindalíffræði til örverugreininga - Erindi á miðvikudag

12.4.2005

Miðvikudaginn 13. apríl flytur Eyjólfur Reynisson lífefnafræðingur á Rf erindi sem nefnist Sameindalíffræði til örverugreininga, en um er að ræða tiltölulega nýlega aðferðarfræði við greiningu á örverum, m.a. í hráefni og matvælum. Um er að ræða s.k. PCR-tækni til mögnunar á DNA.

Aðferðir til að greina örverur með þessari aðferð hófust um 1980 og hafa þróast ört síðan þá. Heimsviðskipti með matvæli og auknar kröfur um öryggi matvæla hafa knúið á um að til staðar séu fljótlegar aðferðir við að greina örverur í matvælum áður en þær berast til neytenda og valda skaða.  Notkun sameindalíffræði í þessum tilgangi er mun hraðvirkari en eldri aðferðir þar sem örverur eru ræktaðar í skálum.

Eyjólfur mun flytja erindi sitt í fundarsal á 1. hæð á Skúlagötu 4 og stendur á milli kl. 9:30-10:00.  Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. 

Skoða glærur frá fyrirlestri
Fréttir