Nýtt fréttabréf SEAFOODplus komið út

18.4.2005

SEAFOODplus er heiti á alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem Rf tekur þátt í og leiðir raunar hluta þess. Verkefnið er styrkt af 6. rannsóknaráætlun ESB og að því koma 70 aðilar í 16 Evrópulöndum.  Meginmarkmið þess er að stuðla að aukinni neyslu sjávarfangs og stuðla þannig að bættri heilsu í álfunni. 

SEAFOODplus er s.k. klasaverkefni, það er það samanstendur af flokki (klasa) ólíkra verkefna sem öll hafa þó sama markmið, að stuðla að bættri heilsu almennings með því að hvetja til aukinnar neyslu sjávrfangs.  Í þeim tilgangi er m.a. brýnt að sýna fram á með öflugum rannsóknum að sjávarfang sé eins heilnæmt og öruggt og af er látið.

Í verkefninu eru gefin út fréttabréf þar sem reglulega er gerð grein fyrir hvernig rannsóknum miðar og einnig er haldið úti sérstakri vefsíðu þar sem hægt er að kynna sér verkefnið.  Hægt er að skrá sig og gerast áskrifandi að fréttabréfinu á vefsíðu SEAFOODplus.  
Fréttir