• Nordic workshop Reykjavik april 2005

Ný skýrsla frá Rf: Niðurstöður vinnufundar í samnorrænu verkefni um myndun upplýsinga- og tengslanets varðandi öryggi sjávarafurða.

22.4.2005

Árið 2004 var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp með þátttakendum frá öllum Norðurlöndunum, sem ætlað er að mynda samnorrænt upplýsinga- og tengslanet varðandi öryggi sjávarafurða og er verkefnið styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Fyrsti fundur hópsins var haldinn í Reykjavík í byrjun apríl og nú er komin út skýrsla með helstu niðurstöðum fundarins.

Sjávarútvegur og fiskvinnsla er afar mismunandi á Norðurlöndum og gildir það jafnt um mikilvægi hans fyrir þjóðarbúskap viðkomandi þjóða, hvaða fisktegundir eru mest veiddar og borðaðar o.s.frv. Öll eiga löndin það þó sameiginlegt að vilja tryggja öryggi og gæði sinna sjávarafurða.

Á fundinum í Reykjavík var t.d. rætt um málefni s.s. æskileg efni og næringarefni í sjávarafurðum og stofnun tengslanets um örggisþætti sem varða sjávarafurðir.

Lesa skýrslu
Fréttir