• Guðrún Ólafsdóttir

Starfsmaður Rf hlýtur aðþjóðleg verðlaun

25.4.2005

Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf, hlaut Wolfgang Göpel Memorial Award verðlaunin á ráðstefnu sem haldin var nýlega í Barcelona á Spáni.

Verðlaunin eru veitt til heiðurs dr. Wolfgang Göpel, sem var þekktur vísindamaður og forstöðumaður Institute for Physical and Theoretical Chemistry við Háskólann í Tübingen í Þýskalandi, en dr. Göpel lést af slysförum fyrir nokkrum árum. Voru þau veitt á ISOEN 2005 ráðstefnunni (International Symposium on Olfaction and Electronic Nose), sem haldin var í Barcelona á Spáni 13-15 apríl s.l.

Erindið sem Guðrún hlaut þessa viðurkenningu fyrir nefndist “Rapid control of smoked Atlantic Salmon Quality by Electronic Nose: Correlation to Classical Evaluation Methods” og var kynning á niðurstöðum ESB verkefnisins Fishnose sem nú er nýlokið. Var verkefnið unnið í samstarfi við AlphaMOS, sem er franskt rafnefsfyrirtæki, Matforsk í Noregi og ttz í Þýskalandi, ásamt framleiðendum á reyktum laxi í í 4 Evrópulöndum.

Guðrún hóf störf á Rf árið 1988 og starfar í umhverfis- og gæðahóp á Rannsóknarsviði Rf. Hún vinnur um þessar mundir að doktorsverkefni sínu í matvælafræði við Háskóla Íslands.

Í dag kom skýrslan FISHNOSE, (Rf skýrsla 03-05), en það er lokaskýrsla í Fishnose-verkefninu.   
Fréttir