Miðvikudagserindi Rf: Leit að einföldum aðferðum til að nota við gæðaeftirlit á fiskimjöli

26.4.2005

Erindi Margrétar Bragadóttur, sem flytur miðvikudagserindi Rf 26. apríl, fjallar um rannsóknir sem gerðar hafa verið á Rf, þar sem bornar voru saman mismunandi aðferðir til þess að meta stöðugleika og þránun í fiskimjöli, með það að markmiði að finna einfalda aðferð sem hægt væri að nota við gæðaeftirlit á fiskimjöli.

Margrét lauk B.S. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands 1985 og meistaraprófi í sömu grein frá H.Í. árið 2001. Hún starfar í umhverfis- og gæðahópi á Rannsóknarsviði Rf og hefur einkum unnið að rannsóknum á vinnslu uppsjávarfiska almennt, s.s.  þránun, þráavarnarefnum, lýsi og fiskimjöli.  Hún hefur einnig skrifað fjölmargar greinar og skýrslur og haldið fyrirlestra, bæði innanlands og utan.

Margrét mun flytja erindi sitt í fundarsal á 1. hæð á Skúlagötu 4 milli kl. 9:30-10:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.

Skoða glærur
Fréttir