• Heimsókn CEDEFOP á Rf 28. 04. 2005

Fjölþjóðlegur hópur í heimsókn á Rf

28.4.2005

Óvenju litríkur hópur heimsótti Rf í morgun, þegar 12 manna hópur frá 11 þjóðlöndum heimsótti stofnunina. Hópurinn var á vegum CEDEFOP, sem er Miðstöð um þróun starfsmenntunar í löndum ESB og er fólkið statt hér á landi til að kynna sér hvernig Íslendingar standa að starfsmennun, í þessu tilfelli, í matvælaiðnaði.

CEDEFOP (Centre Européen pour le Développement de la Formation Professionnelle) var sett á laggirnar árrið 1975 og var framan af í Berlín en hefur nú aðsetur í Þessalóníku í Grikklandi. Tilgangur CEDEFOP hefur frá upphafi verið að efla starfsmenntun í löndum ESB.  

Það er Mennt - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla og samstarfsaðili CEDEFOP á Íslandi, sem skipulagði heimsókn hópsins hingað til lands.  
Fréttir