Eru prótein, peptíð og lífvirkni töfraorð framtíðarinnar í íslenskri fiskvinnslu?
Að fundinum standa SEAFOODplus-verkefnið, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóli Íslands og Sendiráð Frakklands á Íslandi. Sem fyrr segir, verður fundurinn haldinn á Grand Hótel í Reykjavík kl. 13.15 - 17.00.
Efni fundarins: Prótein og peptíð í aukafurðum og uppsjávarfiskum, lífvirkni og vinnslumöguleikar
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.Dagskrá:
13.15. Stutt ávörp: Oliver Tourneau, sendiráði Frakklands og
Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf
13.30. Yfirlit um SEAFOODplus verkefnið.
Dr. Joop Luten frá Fiskeriforskning í Tromsö í Noregi og Rivo í Hollandi.
13.50. Rf og aukið verðmæti aukahráefnis og uppsjávarfiska.
Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir.
14.10 Næringargildi fisks. YOUNG- verkefnið.
Dr. Inga Þórsdóttir, H.Í.
14.30 Kaffihlé.
15.00 Lífvirkni í vatnsrofnum fiskpróteinum.
Dr. Fabienne Guerard University of West Brittanny og
dr. Laurent Picot. University of LaRochelle, Frakklandi.
15.20 Aðferðir til vinnslu á próteinum og peptíðum til notkunar í matvæli.
Dr. Patrick Bourseau, University of South Brittanny, Frakklandi og Ragnar Jóhannsson, Rf.
15.40 Markfæði úr fiski - Tækifæri, lög og reglur.
Guðjón Þorkelsson, Rf.
16.00 Umræður.
17.00 Fundarlok.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Rf fyrir 5. maí í síma 530 8600, eða í netfangið gulla@rf.is