Lipidforum, ráðstefna í Reykjavík

7.6.2005

Dagana 1.-4. júní var haldin ráðstefna á Nordica Hotel í Reykjavík á vegum Lipidforum, sem eru norræn samtök um fiturannsóknir. Tveir starfsmenn RF héldu erindi á ráðstefnunni; þær Margrét Bragadóttir og Rósa Jónsdóttir.

Fyrirlestur Margrétar laut að rannsóknum á þránun í fiskmjöli en Rósa fjallaði um notkun SPME (solid-phase microextraction) til þess að fylgjast með breytingum á rokgjörnum efnum í örhúðuðu lýsi.

Nánari upplýsingar um Lipidforum má finna á heimasíðu samtakanna.
Fréttir