Ráðstefnuritið SAFE AND WHOLESOME FOOD komið út

6.7.2005

Dagana 14-15. okt. 2004 stóð Norræna ráðherranefndin fyrir ráðstefnunni Safe and wholesome food í Reykjavík. Nýlega kom út veglegt ráðstefnurit sem ber sama titil og ráðstefnan og þar kemur starfsfólk Rf við sögu, tveir starfsmenn Rf eru á meðal þeirra sem eiga efni í ráðstefnuritinu.

Helga Gunnlaugsdóttir flutti erindi sem nefndist Seafood safety - are there issues specific to the artic region? (bls 75-77) og Sveinn Víkingur Árnason ritaði grein í ráðstefnuritið sem nefnist The food industry in the Nordic countries (bls 93-96). Hér má skoða ráðstefnuritið. 

Ísland gengdi formennsku í ráðherranefndinni árið 2004 og var ráðstefnan einn af helstu viðburðum í formennskutíð Íslendinga í.  Fjölmenni sótti ráðstefnuna, einkum fólk sem tengist matvælaiðnaði og eftirliti með honum, s.s. stjórnmála- og embættismenn, heilbrigðisstarfsfólk, vísindafólk o.fl. 

Vefsíða Norrænu ráðherranefndarinnar
Fréttir