• Sjókvíar á Vestfjörðum

Rf í alþjóðlegu samstarfi í þorskeldi á Vestfjörðum

8.8.2005

Rf hefur hafið samstarf við vísindamenn við háskólann í Stirling í Skotlandi auk vísindamanna á Havsforsknings Institutet í Bergen (IMR) í Noregi um rannsóknir á sviði þorskeldis í sjókvíum.

Í verkefninu verður einkum lögð áhersla á að finna leiðir til að seinka kynþroska hjá þorsk,i en ótímabær kynþroski hefur áhrif á vöxt og gæði eldisþorsks. Að verkefninu kemur einnig fyrirtæki sem er leiðandi í framleiðslu ljósabúnaðar fyrir fiskeldi, Intravision Group í Noregi, en þeir munu útvega allan ljósabúnað á meðan á verkefninu stendur. Leitað verður til innlendra og erlendra rannsóknasjóða til fjármögnunar. Verkefnið hefst nú í ágúst og reiknað er með að fyrstu niðurstöður fáist snemma á árinu 2006.

Á síðasta ári fékk Rf styrk frá Byggðastofnun til að setja upp rannsóknakvíar fyrir vestan og er þar þegar í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Dr. Þorleifur Ágústsson (tolli@rf.is -  891 8354)
Fréttir