• Guðrún Ólafsdóttir

Starfsmaður Rf: Doktorsvörn n.k. föstudag

23.8.2005

Á föstudag fer fram doktorsvörn við raunvísindadeild Háskóla Íslands, en þá ver Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf, doktorsritgerð sína Volatile compounds as quality indicators in chilled fish: Evaluation of microbial metabolites by an electronic nose, Rokgjörn efni sem gæðavísar í kældum fiski: Mat á niðurbrotsefnum örvera með rafnefi.

Andmælendur á föstudag eru dr. Saverio Mannino, prófessor við Università degli Studi di Milano á Ítalíu og dr. Ragnar L. Olsen, prófessor við Norwegian College of Fishery Science í Tromsö, Noregi. Dr. Hörður , Filippusson, forseti raunvísindadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal H.Í. og hefst klukkan 10.

Ritgerðin fjallar um gæðavísa í kældum fiski og byggir á rannsóknum á rokgjörnum efnum með gasgreini og þróun rafnefs, sem fljótvirkrar mælitækni til að greina gæðavísa. Ákvörðun gæða á kældum fiski tengjast lyktarbreytingum vegna myndunar á rokgjörnum niðurbrotsefnum eins og alkóhólum, aldehýðum, ketónum, esterum, brennisteinsefnum og amínum samhliða vexti sértækra skemmdarörvera (SSÖ).

Leiðbeinandi var dr. Kristberg Kristbergsson, dósent við HÍ og í doktorsnefnd voru dr. Jörg Oehlenschläger, prófessor við Federal Research Centre for Fisheries í Þýskalandi, dr Joop B. Luten, sérfræðingur við RIVO í Hollandi / Fiskeriforskning í Noregi, dr. Rögnvaldur Ólafsson dósent við HÍ og dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við HÍ

Guðrún Ólafsdóttir fædd 1958 lauk stúdentsprófi frá MR 1977, BS prófi í matvælafræði frá Háskóla íslands 1980 og MS prófi í Bandaríkjunum frá háskólanum í Wisconsin í Madison árið 1985. Hún hefur verið sérfræðingur á Rf frá árinu 1988 og hóf doktorsnám við HÍ 2002.
Fréttir