Alþjóðleg neytendakönnun á fiski: Mismunandi bragðlaukar eftir löndum
Könnunin fór fram samtímis í löndunum fjórum í mars og apríl s.l. og var greint frá henni hér á vefsíðu Rf á sínum tíma. Á meðal þess sem lesa má út úr könnuninni er að neytendur hér á landi eru almennt jákvæðari gagnvart fiski en neytendur í hinum þremur löndunum, sem kemur etv ekki á óvart þar sem fiskneysla hér er meiri en í hinum löndunum. Hollendingar reyndust minnst spenntir fyrir fiski, sem er í samræmi við þá staðreynd að fiskneysla þar í landi er minnst af löndunum fjórum.
Þær fisktegundir sem prófaðar voru á neytendum í könnuninni voru þorskur og lax og voru afurðirnar matreiddar úr bæði fersku og frosnu hráefni. Voru öll þorsksýnin í könnuninni undirbúin hér á landi og síðan flutt með flugi til hinna landanna og sömuleiðis komu öll laxasýnin frá Danmörku. Neytendur í löndunum fjórum voru því að prófa sömu sýnin.
Lesa frétt á vefsíðu SEAFOODplus