Árlegri úttekt á þjónustusviði Rf lokið
Þetta er í níunda sinn sem SWEDAC gerir slíka gæðaúttekt á Rf. Að þessu sinni gerðu Svíarnir einungis úttekt í Reykjavík og Neskaupstað, enda hefur Rf hætt starfsemi þjónustustarfsstöðva sinna á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum, eins og áður hefur komið fram.
Líkt og á undanförnum árum voru sænsku faggildingaraðilar ánægðir með gæðin en gerðu einnig nokkrar ábendingar um hvað betur mætti fara. Engar stórar breytingar voru gerðar á umfangi faggildingar, sótt var um breytingar á Listeriuaðferðinni okkar til samræmis við nýjastu þekkingu í aðferðafræðinni. Þessi aðferð innifelur einnig talningu á Listeríu í matvælum.
Rf vill því koma þeim skilaboðum til viðskiptavina sinna að senda okkur tölvupóst (heida@rf.is) eða hringja í síma 530 8600 og láta okkur vita af öllu sem betur má fara í þjónustu okkar, sérstaklega það sem varðar gæði, niðurstöður, útlit mæliblaða og svo mætti lengi telja. Við tökum því fagnandi.