• Birna Guðbjörnsdóttir og Eva Yngvadóttir

Verkefni frá Rf í Rannísblaðinu

25.10.2005

Fyrir nokkrum dögum kom Rannísblaðið út og var því dreift með Morgunblaðinu líkt og gert hefur verið s.l. tvö ár. Í blaðinu er fjallað um rannsókna- og vísindastarf á Íslandi, starfsemi rannsókna- og menntastofnanna kynnt o. fl.  Fjallað er um tvö verkefni sem unnið er að á Rf í Rannísblaðinu að þessu sinni.

Verkefnin sem um ræðir er annars vegar þverfaglegt verkefni sem unnið er að á vegum Evu Yngvadóttur, efnaverkfræðings á Umhverfis- og gæðasviði Rf og Birnu Guðbjörnsdóttur, matvælafræðings á Neytenda- og öryggissviði Rf. Verkefnið nefnist Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurðaLesa grein

Hitt verkefnið sem greint er frá í Rannísblaðinu fjallar um nýja viðhorfskönnun og rannsókn á neysluvenjum ungs fólks hvað varðar fiskneyslu.  Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri á Rannsóknarsviði Rf er verkefnisstjóri þessa verkefnis.  Lesa grein

  
Fréttir