• Blóðgun og slæging

Íslenskur fiskiðnaður og Rf í sænskum fókus

2.11.2005

Í nýjasta tbl. sænska tímaritsins Livsmedel i Fokus, sem er fagtímarit sem fjallar um flest það sem viðkemur matvælaiðnaði, er grein um efnahagsuppganginn á Íslandi, sem Svíar velta nú nokkuð vöngum yfir. Greininni fylgir einnig umfjöllun um Rf og viðtal er við þær Sjöfn Sigurgísladóttur, forstjóra, og Evu Yngvadóttur, efnaverkfræðing á Rf.

Í greininni er rætt um að Svíar hafi um langt skeið horft til vesturs og séð ofsjónum yfir efnahagslegri velgengni Norðmanna. Blaðið veltir því hins vegar fyrir sér hvort þeir þurfi e.t.v. brátt að rýna enn lengra í vesturátt, þ.e. til Íslands, í leit að ríkustu þjóð Norðurlanda.

Sagt er frá því að efnahagur Íslands hvíli á fjórum, meginstoðum, þ.e. fiskvinnslu, áliðnaði, upplýsingatækni og ferðamennsku og að þar sé hlutur fiskveiða og -vinnslu mikilvægastur.

Í greininni segja þær Sjöfn og Eva frá nokkrum verkefnum sem unnið er að á Rf og virðist sumt koma blaðamanni á óvart, t.d. hversu Íslendingar leggja mikla áherslu á að vinna s.k. aukahraéfni í verðmætar afurðir.

Greinin í pdf-formi

Heimasíða  Livsmedel i Fokus
Fréttir