• RF hitun

RF-hitun: Nýstárleg tækni notuð til að hita fisk

7.11.2005

Nýlega komu út á Rf tvær skýrslur með niðurstöðum rannsóknarverkefnis þar sem kannað var hvort nota mætti s.k. Radio-Frequency Heating Technology til að hita matvæli í því skyni að eyða öllum hættulegum örverum og auka þar með geymsluþolið.

Verkefnið er Evrópusambandsverkefni sem hófst árið 2002 og lauk á þessu ári. Samstarfsaðilar Rf í verkefninu voru Fraunhofer Institut Verfahrensteknik und Verpackung í Þýskalandi, Norconserve í Noregi, HB-Grandi hf, Fjordkökken A/S í Noregi, Paul Kiefel GmbH í Þýskalandi og Huhtamaki Van Leer í Þýskalandi.

Hlutverk Íslendinga (Rf og HB) í verkefninu var einkum fólgið í að útvega sýnishorn, framkvæma skynmat, áferðar-, vatnsheldni- og efnamælingar á öllum sýnishornum sem framleidd voru með þessari aðferð, en að auki féll það í hlut Rf og HB að meta markaðinn í Evrópu fyrir forsoðnar kældar eða frystar fiskafurðir ásamt því að leggja mat á hagkvæmni þessarar vinnslu.

Það hráefni sem unnið var með í þessu verkefni var þorskur og lax pakkaður í lofttæmdar umbúðir. Radio-frequency hitunartæknin gerir það mögulegt að sjóða fisk á tífalt skemmri tíma en með hefðbundnum hitunaraðferðum í þrýstisjóðara. Hefðbundin hitun er framkvæmd í lotum en þessi nýja tækni gerir það mögulegt að sjóða fsikinn jafnóðum og strax eftir pökkun.

Páll Gunnar Pálsson stýrði verkefninu fyrir hönd Rf og á myndinni hér fyrir ofan stendur hann ásamt Kolbrúnu Sveinsdóttur við tilraunatækið sem hitaði fiskin með “Radio frequency” bylgjum. Tækið er staðsett hjá Fraunhofer IVV í Freising í Bæjaralandi.

Skýrsla 18-05

Skýrsla 17-05

Nánari lýsing á verkefninu

Kynning ESB á verkefninu

Hvað er RF - hitun?
Fréttir