Sjávarútvegsráðherra opnar nýja vefsíðu um öryggi sjávarafurða
Í morgun opnaði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, nýja vefsíðu á Rf þar sem safnað hefur verið saman upplýsingum um efnainnihald sjávarafurða á Norðurlöndum, bæði óæskileg efni og einnig næringarefni.
Vefsíðan er afrakstur norræns verkefnis sem hófst í fyrra og styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni (NSK og NEF) og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sem jafnframt leiðir verkefnið. Það er dr. Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri Umhverfis- og gæðshóps Rf sem er verkefnisstjóri verkefnisins.
Við opnun vefsins ræddi sjávarútvegsráðherra m.a. um nauðsyn þess að hafa tiltækar upplýsingar er snúa að öryggi sjávarafurða, bæði fyrir okkur Íslendinga sem og mörg önnur landsvæði á hinum Norðurlöndunum sem háðar eru sjávarútvegi og fiskvinnslu.
Kynning á verkefninu á pdf-formi