• Sveinn Margeirsson

Grein frá Rf til birtingar í virtu vísindatímariti

7.9.2006

Í gær birtist á vefnum Sciencedirect.com útdráttur greinar frá Rf sem birtast mun bráðlega í hinu virta vísindatímariti Journal of Food Engineering. Greinin nefnist Influencing factors on yield, gaping, bruises and nematodes in cod (Gadus morhua) fillets.  

Greinin er sú fyrsta sem birtist á þessum vettvangi úr doktorsverkefni Sveins Margreirssonar, sem er aðalhöfundur greinarinnar. Doktorsverkefnið tengist stóru verkefni Vinnsluspá, sem hófst á Rf árið 2003 og áætlað er að ljúki á næsta ári.

Markmið verkefnisins er að rannsaka helstu þætti sem hafa áhrif á gæði og vinnslunýtingu þorskafla og eru mælingar gerðar í samvinnu við útgerðarfyrirtæki. Hlutfall þorskafurða sem hafa farið í vinnslu frosinna og ferskra flaka er um 45% af heildarafla í fiskveiðilögsögu Íslands. Aukin þekking og skilningur á eiginleikum hráefnis sem tengja má við verðgildi vörunnar eru því afar mikilvæg.

 Höfundar greinarinnar eru, fyrir utan Sveinn, þeir Guðmundur R. Jónsson, Sigurjón Arason og Guðjón Þorkelsson.  Guðmundur er prófessor við Véla og iðnaðarverkfræðiskor Háskóla Íslands, en hinir eru starfsmenn Rf.  Reyndar eru þeir Sigurjón og Guðjón einnig dósentar við mætvælaskor Raunvísindadeildar H.Í.

Lesa grein

 
Fréttir