• Verkefnisfundur Seabac í Reykjavík

Fundur á Rf í Seabac - hluta SEAFOODplus

25.9.2006

Í síðustu viku var haldinn tveggja daga fundur hér á Rf í einum hluta SEAFOODplus klasaverkefnisins. Um er að ræða verkefnið Seabac, sem er eitt af fjórum flokkum sem heyra undir þriðju stoð (3.rd pillar) Sfplus.

Fullt heiti Seabac er Seafood: Enhanced assessment of bacterial associated contamination og verkefnastjóri þess er dr. Rachel Rangdale frá The Centre for Environment, Fisheries & Aquaculture Science (CEFAS) í Bretlandi.

Að sögn Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem starfar að þessu verkefni fyrir hönd Rf og skipulaði fundinn hér í Reykjavík var um venjubundinn verkefnafund að ræða. “Við erum að vinna að því að þróa aðferðir til þess að finna sjúkdómsvaldandi Vibrio spp. í skelfiski. Við notum bæði PCR aðferðir og svo kallaðar “hybridization” aðferðir,” segir hún. Sigrún segir að einnig sé unnið að því að þróa  PFGE aðferð til þess að bera saman skyldleika V. parahaemolyticus stofna sem hafa fundist.  

Á fundinn mættu þátttakendur frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Portúgal og Íslandi. Þáttakandi frá Spáni sá sér ekki fært að mæta á fundinn.
Fréttir