• Verið, Sauðárkróki

Kynningarfundur um tækni og vísindi í Skagafirði

23.4.2007

Miðvikudaginn 25. apríl milli kl. 16-18 verður opið hús í Verinu-Þróunarsetrinu v/höfnina á Sauðárkróki þar sem ýmis nýsköpunarverkefni, sem unnið er að á svæðinu verða kynnt. Tilefnið er stofnun nýs fyrirtækis sem nefnist Verið Vísindagarðar ehf.

Verið var formlega opnað þ. 7. mars í fyrra í húsnæði FISK Seafood við höfnina á Sauðárkróki. Þróunarsetrið er samstarfsverkefni Matís, Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, FISK Seafood og Hólaskóla og lögðu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin sameiginlega tæpl. 10 milljónir króna til verkefnisins við opnun þróunarsetursins.

Nú hefur verið stofnað sérstakt fyrirtæki Verið Vísindagarðar ehf til þess að annast kennslu- og rannsóknaraðstöðu í þróunarsetrinu.

Auglýsing frá Verinu
Fréttir