Mikill áhugi á vinnufundi um sjálfbærni

7.6.2007

sjalfbaerniMikill áhugi er fyrir alþjóðlegum vinnufundi um sjálfbærni í sjávarútvegi, sem fram fer á Sauðárkróki þann 14. júní næstkomandi. Um 20 manns frá fyrirtækjum í Færeyjum eru væntanlegir til landsins í tengslum við vinnufundinn. Vinnufundurinn er hluti af vestnorrænu verkefni sem nefnist “Sustainable Food Information” sem hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu.

Neytendur erlendis gera sívaxandi kröfur um að seljendur sjávarafurða byggi veiðar sínar á sjálfbærni; að ekki sé gengið á auðlindir hafsins og að mengun við veiðar, vinnslu og flutning sjávarafurða sé haldið í lágmarki. Vörur sem byggja á sjálfbærni skipta því miklu máli fyrir framleiðendur til framtíðar því þær eru aðgöngumiði að hágæða- eða dýrum verslunarkeðjum erlendis.

Þá er mikil áhersla lögð á rekjanleika í umræðu um sjálfbærni í fiskiðnaði. Með rekjanleika fást nákvæmar upplýsingar um vöruna og geta seljendur sem búa yfir gæ ðaafurð aðgreint sig betur frá öðrum á markaði. Rekjanleiki er þar af leiðandi mikilvægur hlekkur í umhverfismerkingum sjávarafurða.

Nánar um vinnufundinn hér.
Fréttir