Sérfræðistarfið verður á Ísafirði

27.11.2007

Starfsstöð Matís á ÍsafirðiVegna fréttar bæjarins besta á Ísafirði um að sérfræðistarf hjá Matís á Vestfjörðum verði flutt til höfuðborgarsvæðisins vill fyrirtækið koma því á framfæri að aldrei hafi staðið annað til en að stöðugildið verði áfram á Vestfjörðum. Einn núverandi starfsmanna Matís á Ísafirði flytur sig um set um áramót. Unnið er að því að finna annan starfsmann, sem er búsettur á Vestfjörðum, í hans stað. Nú eru fjögur stöðugildi hjá Matís á Vestfjörðum og hefur þeim fjölgað á síðustu misserum.

Fréttir