• Vorfundur Matís og MAST 16. apríl 2008
  • Vorfundur Matís og MAST 16.. apríl 2008
  • Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís
  • Jón Gíslason, forstjóri MAST
  • Vorfundur Matís og MAST 16. apríl 2008
  • Margir þurftu að standa á fundinum

Fjölsótt ráðstefna Matís og Matvælastofnunar

16.4.2008

Fjölmenni var á ráðstefnunni Matur, öryggi og heilsa, sameiginlegri ráðstefnu Matís og Matvælastofnunar (MAST), sem fram fór á Hótel Hilton Nordica í dag, 16. apríl. Talið er að hátt í 200 hafi verið á ráðstefnunni þegar mest var.

Svo margir sóttu ráðstefnuna að margir urðu að standa fram að kaffipásu, en þá var hægt bæta við sætum. Margir góðir fyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefnunni, og verður vonandi hægt að skoða glærur frá þeim hér á næstunni. Á meðan verður látið nægja að birta nokkrar myndir af ráðstefnugestum. 


Fréttir