• matis

Tilkynning frá Matís ohf.

11.7.2008

Matís ohf barst í gær tilkynning frá vefumsjónaraðila sínum, Hugsmiðjunni hf., um að óprúttnir erlendir aðilar hefðu brotist inn á vefsvæði fyrirtækisins. Tilgangurinn var að nýta póstþjón vefsins til að senda vafasöm skeyti á grunlausa viðtakendur. Ekki liggur fyrir hve mörg skeyti voru send út með þessum hætti í nafni Matís, né heldur hvort viðtakendur eru hérlendis eða erlendis. Hugsmiðjunni tókst hinsvegar fljótt að loka fyrir þessa ólöglegu iðju og slökkti strax á póstþjóni Matísvefsins.

Að þessu tilefni vill Matís biðjast velvirðingar hafi einhverjir viðskiptavina fyrirtækisins hérlendis fengið óvelkomin tölvupóstskeyti þar sem sendandi er skráður matis@matis.is, jafnvel með sóðalegu innihaldi. Matís þykir það miður en vonar jafnframt að viðkomandi hafi áttað sig á hvers kyns var, enda efni sendinganna víðsfjarri öllu sem Matís stendur fyrir.

Gripið hefur verið til ráðstafana í samstarfi við Hugsmiðjuna til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst aftur, og Matís kann hinu viðbragðsfljóta vefþjónustufyrirtæki sínu bestu þakkir við snör handtök þegar á reyndi.
Fréttir